Ók á steinsteypta undirstöðu og kastaði henni 13 metra

Ökumaður sem grunaður er um ölvun ók í nótt á steinsteypta undirstöðu hæðarslár við mislæg gatnamót sem verið er að reisa á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar í Reykjavík. Kastaðist undirstaðan 13 metra við áreksturinn, bíllinn eyðilagðist, en ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík voru alls sjö ökumenn stöðvaðir í nótt grunaðir um ölvun. Mikið fjölmenni var í miðborginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert