Valdimar Leó Friðriksson býður sig fram fyrir Samfylkinguna

Valdimar Leó Friðriksson
Valdimar Leó Friðriksson

Valdimar Leó Friðriksson hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir hann á 3. sætið.

Valdimar hefur setið á þingi síðan í september 2005 þegar Guðmundur Árni Stefánsson lét af þingstörfum, en áður sem varaþingmaður 2003–2004 í samtals fjóra mánuði.

Er varamaður í Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál og á sæti í félagsmálanefnd og landbúnaðarnefnd og áður í menntamálanefnd.

Valdimar Leó Friðriksson er 46 ára menntaður í fiskeldisfræði og stjórnmálafræði og býr í Mosfellsbæ.

Áður en Valdimar fór á þing starfaði hann sem framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Aftureldingar og sem stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir fatlaða. Þar á undan starfaði hann m.a. sem framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyfirðinga, stuðningsfulltrúi á Barna- og unglingageðdeild og stöðvarstjóri á fiskeldisstöð.

Valdimar formaður ungmennasambands Kjalarnesþings, UMS, ritari í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana, SFR og varamaður í stjórn Ms-félagsins.

Hann hefur áður gengt ýmsum trúnaðarstörfum svo sem formaður Landssambands fiskeldisfræðinga, formaður nemendafélags í framhaldsskóla og háskóla og ritari JC Hafnarfjarðar.

Hann hefur verið í Samfylkingunni frá stofnun og tekið virkan þátt í starfinu, situr í stjórn Samfylkingarfélags Mosfellsbæjar og í flokksstjórn á landsvísu. Tekur þátt í sveitarstjórnamálum í Mosfellsbæ, er varamaður í Íþrótta- og tómstundanefnd og var aðalmaður í Tækninefnd á fyrra kjörtímabili, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert