Heimdallur fordæmir tilraunir Norður-Kóreu

Heimdallur fordæmir tilraunir Norður-Kóreumanna með kjarnorkusprengjur. Félagið telur að allri heimsbyggðinni stafi mikil hætta af þessari þróun. Í stað þess að þróa gereyðingarvopn telur félagið ennfremur að Norður-Kórea ætti frekar að beina kröftum sínum að innviðum landsins, tryggja mannréttindi íbúa, og binda endi á langvarandi hungursneyð sem ríkt hefur þar. Sagan hefur sýnt að þjóðfélögum sem aðhyllast frelsi, lýðræði og mannréttindi farnast best.

Í tilkynningu kemur fram að Heimdallur stendur fyrir umræðufundi um hvernig land er Norður Kórea? Fimmtudaginn 19. október verður hádegisfundur um ástandið í Norður-Kóreu á efri hæð Sólon frá kl. 12.15-13.00. Frummælendur eru Eiður Guðnason sendiherra og Þórir Guðmundsson varafréttastjóri á NFS. Báðir eiga frummælendur það sameiginlegt að hafa komið til Norður-Kóreu og ætla þeir að deila með fundarmönnum upplifun sinni af landi og þjóð og því ástandi sem ríkir í landinu, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert