Fjöldafundur haldinn gegn stækkun álversins í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Þverpólitískur áhugahópur um stækkun álversins í Straumsvík, Sól í Straumi, kom saman á fjöldafundi í kvöld og kom þar fram sú eindregna skoðun fundarmanna að ekki eigi að stækka álverið. Alcan hefur keypt lóð undir frekari starfsemi og myndi framleiðsla aukast til muna og mengunin með stækkuninni.

Í fréttum Sjónvarpsins kl. 22 var rætt við nokkra fundargesti og sögðust þeir alfarið á móti stækkuninni. Til stendur að halda annan fund 1. nóvember. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar veitir framkvæmdaleyfið þar sem álverið er á landareign bæjarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert