Fyrrum ritstjórar DV dæmdir í sekt og Jónína fær miskabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo af fyrrum ritstjórum blaðsins DV, þá Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, í 150 þúsund króna sekt hvorn fyrir umfjöllun um Jónínu Benediktsdóttur. Telur dómurinn umfjöllun blaðsins hafa gengið það harkalega á friðhelgi einkalífs hennar að það hafi ekki verið réttlætanlegt. Jónínu eru jafnframt dæmdar 500 þúsund krónur í miskabætur.

Í niðurstöðu dómsins segir m.a., að umfjöllun DV um einkalíf Jónínu, sem birtist í blaðinu 26. september 2005, hafi verið sértæk og ekki í þeim tengslum við fréttaflutning af svonefndu Baugsmáli að nokkur nauðsyn hafi borið til að birta hana. Fellst dómurinn á, að gengið hafi verið nær einkalífi Jónínu en þörf var á vegna opinberrar umræðu um málefni, sem varðaði almenning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert