Átta mönnum bjargað af þaki steypuskála

Björgunarsveitarmenn frá Héraði og Norðfirði voru kallaðir út seint í gærkvöldi til að aðstoða björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði við að bjarga átta mönnum sem sátu fastir á þaki steypuskála á lóð Fjarðaáls á Reyðarfirði. Mennirnir voru fastir í 20-30 metra hæð og ekki var hægt að nota vinnulyftur á svæðinu til að ná honum niður þar sem vindhraði er um 25 m/sek. Mennirnir náðust loks niður um klukkan eitt í nótt með aðstoð körfubifreiðar slökkviliðsins.

Þá bað bað lögreglan á Akureyri um aðstoð björgunarsveitarinnar Súlna vegna óveðurs um klukkan rúmlega eitt í nótt. Nokkuð var um fok í bænum, mest í Naustahverfi. Fjórir hópar björgunarsveitarmanna voru við störf til hálf fimm en þá var öllum verkefnum lokið. Meðal þess sem þeir fengust við var að stöðva húsbíl, járnplötur, grindverk, þakplötur og fleira sem var að fjúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert