Kannabisplöntur gerðar upptækar í Þykkvabæ

mbl.is/Júlíus

Aðfaranótt gamlársdags lagði lögreglan hald á nokkrar plöntur í húsi í Þykkvabæ sem ætla á að séu kannabisplöntur. Um var að ræða sameiginlega aðgerð lögreglumanna frá Hvolsvelli og Selfossi en grunsemdir höfðu vaknað eftir að ökumaður bifreiðar var stöðvaður af lögreglu við Selfoss með lítilræði af fíkniefnum í fórum sínum en auk þess er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna við aksturinn.

Þetta er í annað sinn á til þess að gera stuttum tíma að kannabisplöntur eru haldlagðar hjá þessum sama einstaklingi og telst málið upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert