ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu

Reuters

Amelia Torres, talsmaður Evrópusambandsins (ESB) í efnahagsmálum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að evran væri órjúfanlegur hluti af ESB og ríki geti aðeins tekið upp evruna með því að ganga í sambandið fyrst. Að auki þurfi hagkerfi ríkjanna að uppfylla ströng skilyrði til að fá að ganga í Myntbandalag Evrópu, EMU.

Torres sagði, að aðeins eitt af nýju sambandsríkjunum 10, Slóvenía, hafi uppfyllt öll skilyrði sem þurfti til að taka upp evru. Þá sagði hún að evran væri bundin við ESB-ríki og að sambandið mæli hvorki með né hvetji til þess að önnur ríki ákveði einhliða að taka hana upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert