Meira rætt um borgaralegt framlag en áður

Utanríkisráðherrar NATO yfirgefa Egmonthöll í Brussel þar sem fundur þeirra …
Utanríkisráðherrar NATO yfirgefa Egmonthöll í Brussel þar sem fundur þeirra var haldinn. AP

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, segir að öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, hafi á fundi í Brussel í dag verið sammála um að aðstoða afgönsk stjórnvöld við að byggja upp eigin getu til að stjórna landinu. Segir Valgerður, að um þetta hafi verið mikil samstaða.

„Meira er nú rætt í NATO um borgaralegt framlag en áður og það má kannski segja að Afganistan sé vendipunkturinn í þeirri umræðu, í þessu felast tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að leggja meira af mörkum en áður.

Ég gerði grein fyrir áætlunum okkar um aukin framlög til uppbyggingar og endurreisnar í landinu. Við höfum boðist til að leiða yfirfærslu á Kabúl-flugvelli í hendur heimamanna en sú aðgerð er ekki hafin, hún er í undirbúningi. Við erum að að undirbúa samstarf með Ungverjum um endurreisnarteymi og höfum ákveðið að leggja fram fé í vatnsaflsvirkjanir. Það er mín von að friðargæsluliðar okkar í Afganistan gætu um mitt þetta ár verið orðnir um 25,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert