Kröfu vísað frá um stöðvun framkvæmda við tengiveg í Mosfellsbæ

Frá mótmælunum við gömlu ullarverksmiðjuna í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ
Frá mótmælunum við gömlu ullarverksmiðjuna í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ mbl.is

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur vísað frá kröfu um að framkvæmdir verði stöðvaðar á 500 metra kafla tengivegar milli Helgafellslands og Álafossvegar í Mosfellsbæ til bráðabirgða, meðan mál er rekið fyrir dómstólum. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ fullyrða að engin framkvæmd á vegum sveitarfélagsins hafi fengið jafn mikla kynningu og Helgafellshverfi og umræddur tengivegur.

Yfirlýsing er svohljóðandi:

„Yfirlýsing frá Mosfellsbæ

Í ljósi bráðabirgða úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, um að stöðva skyldi framkvæmdir á „500 metra kafla tengiveg milli Helgafellslands og Álafossvegar í Mosfellsbæ“ til bráðabirgða, vill Mosfellsbær taka fram eftirfarandi:

Úrskurðarnefndin vísaði frá kröfu kærenda um að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar meðan mál er rekið fyrir dómstólum. Þó er rétt að benda á að frá 31. janúar hafa framkvæmdir við tengiveg inn í Helgafellshverfi legið niðri, en Mosfellsbær stöðvaði framkvæmdirnar í kjölfar mótmæla íbúa við Álafosskvos. Með þessu vildu bæjaryfirvöld gefa mótmælendum svigrúm til þess að koma á framfæri sínum skoðunum, á sama tíma og framkvæmdirnar væru kynntar enn betur en verið hafði. Þó er óhætt að fullyrða að engin framkvæmd á vegum sveitarfélagsins hefur fengið jafn mikla kynningu og Helgafellshverfi og umræddur tengivegur.

Mosfellsbær vill koma sérstaklega á framfæri að hér er aðeins um bráðabirgðaúrskurð að ræða, sem er í gildi á meðan úrskurðarnefndin tekur efnislega afstöðu til málsins, eins og fram hefur komið hjá lögfræðingi úrskurðarnefndarinnar. Að mati nefndarinnar þarf að taka til frekari skoðunar lagatæknileg formsatriði málsins, en ekki skal skilja bráðarbirgðaúrskurð hennar sem svo að krafist verði breytinga á legu vegarins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert