Engir hjólreiðastígar í samgönguáætlun

Engir fjármunir eru ætlaðir til lagningar göngu- og hjólreiðastíga í nýrri samgönguáætlun. Þetta kom fram í máli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í umræðu um samgönguáætlun fyrir árin 2007–2010 á Alþingi í gær en í síðustu viku var rætt um áætlun fram til ársins 2018.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagðist telja að kostnaður við lagningu göngu- og hjólreiðastíga ætti í framtíðinni að vera hluti af kostnaði við almenna vegagerð. Næsta verkefni hlyti að vera að skipuleggja hvar ætti að gera ráð fyrir hjólreiðabrautum og göngustígum en að nokkuð langt væri í land í þeim efnum. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert