Þrír slösuðust í árekstri á Reykjanesbraut

Slysið varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegs. Þessi mynd er …
Slysið varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegs. Þessi mynd er af gatnamótunum en ekki tekin í dag. mbl.is/Júlíus

Harður árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegs á áttunda tímanum í kvöld og slösuðust þrír, meiddust í baki og hálsi og ökumaður annars bílsins fótbrotnaði. Bifreið keyrði aftan á kyrrstæðan strætisvagn og svo önnur aftan á hana. Klippa varð annan bílinn til að ná ökumanninum út sem fótbrotnaði.

Lögreglan mun hafa flutt vagnstjórann á slysadeild til athugunar, en í öðrum bílnum voru mæðgur með barn. Þrír verða á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í nótt en enginn slasaðist alvarlega. Lögreglan lýsir eftir vitnum að slysinu og eru þau beðin um að hringja í síma 444-1100.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert