Keppni milli tónlistarskóla

Hvatningarverðlaun tónlistarskólanna er yfirskrift á nýjum sjónvarpsþætti sem sýndur verður á RÚV í haust. Þátturinn er keppni í tónlistarflutningi á milli tónlistarskólanna í Reykjavík.

"Undanúrslitaþættirnir verða þrír í sjónvarpinu, með þremur keppendum hver. Í einum þættinum keppa söngnemendur, þeim næsta nemar í klassískum hljóðfæraleik og þeim þriðja þeir sem eru í djass- og dægurgeiranum. Einn úr hverjum hópi kemst áfram og þeir þrír keppa sín á milli í lokaþættinum þar sem sigurvegarinn verður krýndur," segir Jónas Sen, sem er umsjónarmaður þáttanna og formaður dómnefndar, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert