Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur fyrir Lifandi bókasafni

Stúdentaráð býður upp á Lifandi bókasafn.
Stúdentaráð býður upp á Lifandi bókasafn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stúdentaráð stendur fyrir nýstárlegum viðburði sem nefnist Lifandi bókasafn, annað kvöld. „Bækurnar” í Lifandi bókasafni eru lifandi fólk, fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og eru fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar.Tilgangurinn er að vekja athygli á stöðu mismunandi hópa í samfélaginu og reyna að vinna bug á fordómum.

Í Lifandi bókasafni á Stúdentakjallaranum á þriðjudag verða til útláns eftirfarandi bækur:
- Ég hugsa eins og þið – líkamlega fjölfatlaður einstaklingur
- Stafarugl – lesblindur einstaklingur
- Ég er öruggur með karlmennsku mína – karlkyns femínisti
- Minn tími er kominn – kvenkyns femínisti
- Mannkynhneigð – tvíkynhneigður einstaklingur
- Ég á engan trukk – lesbía
- Ég er ekki kynhneigðin ein – hommi
Stúdentaráð hvetur fólk til að skora fordóma sína á hólm og mæta klukkan 20:00 annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert