Ekki ákveðið hvort hvalveiðikvóti verði gefinn út í ár

Hvalveiðiskip Hvals hf héldu á veiðar á ný í fyrra.
Hvalveiðiskip Hvals hf héldu á veiðar á ný í fyrra. mbl.is/ÞÖK

Á fréttavef Reuters fréttastofunnar birtist í dag grein um hvalveiðar Íslendinga. Blaðamaðurinn Sarah Edmonds tók viðtöl við Geir Haarde forsætisráðherra og Kristján Loftsson forstjóra Hvals hf. Geir segir að leifið sem veitt var til að veiða 30 hrefnur í fyrra hafi verið tilraun. Hann segir í viðtalinu að ríkisstjórnin sé ekki búin að ákveða hvort áframhald verði á hvalveiðunum, það ráðist af því hvort hægt verði að selja það sem veiddist í fyrra.

Geir ítrekaði að Ísland hafi ekki gefið frá sér réttindi sín til sjálfbærra hvalveiða, það væri réttur okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.

Geir sagði að í þessari jöfnu væru margir þættir, einn þeirra væri markaðurinn annar almenningsálitið víða um heim og ferðamannaiðnaðurinn og þar fram eftir götunum.

„Mikið hvílir á því hvort það er í raun markaður fyrir þessar afurðir og það mun fyrirtækið sem málið snýst um komast að,” sagði Geir í viðtalinu.

Kristján Loftsson sagði að enn væri beðið eftir niðurstöðum úr ítarlegum rannsóknum á innihaldi kjötsins áður en hægt væri að setja það á Japansmarkað.

Í greininni kemur fram að um 100 tonn af hvalkjöti bíði í frystigeymslum eftir þeim niðurstöðum.

Grein Reuters fréttastofunnar

Reuters fjallar um óákveðna framtíð hvalveiða á Íslandi.
Reuters fjallar um óákveðna framtíð hvalveiða á Íslandi. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert