Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík

Logn og frost í höfuðborginni veldur gjarnan uppsöfnun mengunarefna í …
Logn og frost í höfuðborginni veldur gjarnan uppsöfnun mengunarefna í Reykjavík. mbl.is

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda (CO2) jókst um 30% í Reykjavík frá 1999 til 2005 og hlutfall endurnýjanlega orkugjafa hefur minnkað um 27% á þessari öld vegna vaxandi brennslu jarðefnaeldsneytis í bílaflotanum, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar.

Fram kemur í fréttatilkynningu Umhverfissviðs að losun frá fólksbílum í Reykjavík hefur aukist um tæp 30% á tímabilinu en að útblástur CO2 frá strætisvögnum hafi minnkað um tæp 13% á sama tímabili. Útblástur fólksbíla og strætisvagna til samans hefur því aukist um rúm 27% á tímabilinu.

Hlutfall óendurnýjanlegra og endurnýjanlegra orkuauðlinda fer stöðugt hnignandi vegna aukningar á brennslu jarðefnaeldsneytis og var hlutfall endurnýjanlegra orkuauðlinda til framleiðslu á orkuþörf borgarbúa 57,3% árið 2005 samanborið við 62,7% árið 2002. Árið 1996 var þetta hlutfall hins vegar 72,6% á móti 27,4%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert