VG hvetur Íslendinga til að snúa við blaðinu

Forsvarsmenn VG sögðust vilja snúa við blaðinu í dag.
Forsvarsmenn VG sögðust vilja snúa við blaðinu í dag. mbl.is/Ásdís

Steingrímur j. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs, segir kjósendur hafa gildar ástæður til að kjósa ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og kveðst vera bjartsýn á að þær aðstæður muni myndast að loknum kosningum að hægt verði að skipta um stjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norræna húsinu í dag þar sem nokkrir frambjóðendur flokksins kynntu áherslumál flokksins á lokaspretti kosningabaráttunnar.

Á fundinum kom fram að Vinstri hreyfingin – grænt framboð vilji afnema launaleynd strax, enda segja frambjóðendur flokksins launaverndina vera gróðrarstíu kynbundins launamunar. Þá vilja frambjóðendur hans tryggja 40% hlut kvenna á þingi og í sveitastjórnum, stöðva frekari stóriðjuframkvæmdir og stofna loftslagsráð til að vinna markvisst gegn losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með vistvænum samgöngum og fræðslu um umhverfismál. Sögðu frambjóðendurnir Íslendinga hafa dökka mynd fyrir augunum í lýðræðis, velferðar, jafnréttis og umhverfismálum og að tími sé kominn til að snúa við blaðinu og horfa upp á öðruvísi framtíð. Hefur flokkurinn látið gera spjald með hinum dökkum hliðum annars vegnar og bjartri framtíðarsýn sinni hins vegar og snéru þeir við blaðinu á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert