Mikið spurt um Kolvið

Á annað hundrað einstaklingar höfðu í gær kolefnisjafnað farartæki sín og fjölmörg fyrirtæki spurst fyrir um Kolvið, aðeins þremur dögum eftir að vefur verkefnisins var vígður í Grasagarðinum á þriðjudag.

„Þetta er glænýtt og fólk þarf að melta þetta," segir Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kolviðar, um þessa nýjung í umhverfismálum. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel. Þetta er ekki átak, heldur verkefni. Þetta er langtímaverkefni og markmiðið að fá alla Íslendinga til að fara á vefinn og kolefniskvitta útblástur samgöngutækja sinna."

Spurð um áhuga fyrirtækja segir Soffía að bílaleigur, bílaumboð, flugfélög, fiskútflytjandi, og ýmis fyrirtæki, stór og smá, hafi lýst yfir áhuga á að kolefnisjafna akstur og flugferðir á sínum vegum. Hún segir nýjar útfærslur á kolefnisjöfnun vera að koma fram og að fyrirtæki muni eiga þess kost að nýta sér hana í markaðsstarfi.

Kaupþing hefur þegar kolefnisjafnað akstur um 1.300 einkabíla á vegum starfsmanna bankans sem og að meðaltali sex flugferðir á dag, alls 2.195 ferðir á ári. Við þetta bætist á þriðja tug bíla á vegum stjórnarráðsins en frá og með nýársdegi 2008 verður skylt að kolefnisjafna akstur allra bifreiða og flugferðir starfsfólks ráðuneyta og ríkisstofnana. Þá hefur Orkuveitan lagt fram stofnframlag sem hljóðar upp á nokkrar milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert