Fjórtán handteknir fyrir hegðunar

Fjórtán manns voru kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt í höfuðborginni í nótt. Að sögn varðstjóra lögreglunnar voru þetta svokölluð háttsemis- eða hegðunarbrot þar sem menn voru að kasta af sér vatni á almannafæri. Mennirnir voru færðir fyrir fulltrúa lögreglunnar á lögreglustöð og boðið að gera sektargerð og greiða sekt.

Lögreglumenn segjast finna mun á viðhorfi fólks eftir að sérstakt átak var gert í þessum málum um síðustu helgi og að fólk hegði sér betur og taki meira tillit hvert til annars núna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert