Mótmæli gegn Íslandi í London

Mótmælendur telja Ísland vera lögregluríki.
Mótmælendur telja Ísland vera lögregluríki. mbl.is/Mike Wells

Samtökin Björgum Íslandi (e. Saving Iceland) stóðu fyrir mótmælum í London í dag. Mótmælendur gengu frá Sloan Square að sendiráði Íslands með mótmælaborða og slagorð gegn ofsóknum íslenska ríkisins á hendur aðgerðarsinnum samtakanna. Mótmælendurnir afhentu Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra Íslands í Englandi, bréf sem fordæmir tilraun Íslands til að vísa Miriam Rose, breskum ríkisborgara úr landi.

Á vefsíðu samtakanna segir að Ísland sé að reyna að losa sig við alla erlenda aktívista eða aðgerðarsinna sem mótmæla þungaiðnaði á Íslandi og sérstaklega vilja þeir mótmæla aðgerðum ríkisins gegn Miriam Rose sem er breskur ríkisborgari sem hefur áfrýjað brottvísun frá Íslandi, sem hún hlaut vegna aðgerða hennar gegn stóriðju á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert