Sönnunin færist yfir á brotamann

„Sönnunarbyrðin verður öfug og færist yfir á brotamennina verði þeir fundnir sekir. Í stað þess að við þurfum að sanna að þeir hafi eignast hluti með ólögmætum hætti þurfa þeir þá að sanna að þeir hafi gert það á löglegan hátt," segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra, um nýtt frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra lagði fram í byrjun nóvember.

Meðal þess sem frumvarpið felur í sér er að í stað 69. greinar gömlu laganna, sem er þrjár málsgreinar, kemur nýr kafli sem nefnist „Upptaka". Kaflinn er í átta greinum og víkkar heimildir til eignaupptöku í sakamálum gífurlega mikið. Kaflinn mun eiga við um öll brot sem geta varðað að minnsta kosti sex ára fangelsi. Ef frumvarpið verður að lögum er því meðal annars hægt að beita þessum ákvæðum í fíkniefna-, skattsvika- og fjársvikamálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert