Ísskápur á flugi í Reykjavík

Nóg hefur verið að gera hjá björgunarmönnum á suðvesturhorninu í …
Nóg hefur verið að gera hjá björgunarmönnum á suðvesturhorninu í nótt. mbl.is/Golli

Björgunarsveitamenn hafa sinnt útköllum á höfuðborgarsvæðinu eftir miðnættið vegna hvassviðris sem er að ganga yfir suðvesturhorn landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hafa útköllin komið víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu. M.a. var tilkynnt um ísskáp sem væri að fjúka.

Eitthvað hefur verið um að þakplötur og klæðningar hafi losnað af húsum. Þá hafa lausir munir á borð við trampólín færst úr stað. Útköllin hafa m.a. borist frá Hrafnhólum, Grímsbæ og Skarphéðinsgötu svo eitthvað sé nefnt.

Á Suðurnesjum hefur verið ofsaveður og hafa björgunarsveitamenn sinnt 15-20 útköllum í Reykjanesbæ og Grindavík. Gámur hefur m.a. fokið á bíla á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og grindverk við BYKO í Keflavík hefur losnað.

Þá hafa borist tilkynningar frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Hellu um þakplötur, sem hafa losnað af húsum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert