Dánarorsök Fischers var nýrnabilun

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. mbl.is/Sverrir

Einar S. Einarsson, formaður stuðningshóps Bobbys Fischers, segir í samtali við AFP fréttastofuna, að dánarorsök Fischers hafi verið nýrnabilun. „Honum var ekki um læknismeðferðir gefið. Hann trúði ekki á vestræn læknavísindi," segir Einar. 

Hann segir að Fischer hafi liðið vel á Íslandi frá því hann kom hingað snemma árs 2005. Fischer hafi þó fundist hann vera nokkuð einangraður þar sem hann gat ekki ferðast til annarra landa vegna handtökuskipunar, sem bandarísk stjórnvöld höfðu gefið út á hendur honum. 

Einar segir að Miyoko Watai, unnusta Fischers, sem stödd er í Japan, hafi verið látin vita af andláti Fischers. Watai hefur oft komið til Íslands á undanförnum misserum og var m.a. hér á landi í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert