Allir jöklar að rýrna

Á Mýrdalsjökli.
Á Mýrdalsjökli.

Allir íslenskir jöklar hopuðu í fyrra nema einn. Nokkrir jöklar hopuðu um allt að 100 metra. Nú liggja fyrir niðurstöður mælinga frá 47 mælingastöðum við jökla landsins. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, sagði að jöklar sem kelfa út í stöðuvötn, líkt og Heinabergsjökull sem ekki hopaði, væru oft í öndverðum fasa við loftslagið.

„Þetta segir að allir jöklar á landinu séu að rýrna meira eða minna og hafi verið um nokkurra ára skeið,“ sagði Oddur. „Við þekkjum ekki svona hröð viðbrögð hjá jöklunum áður.“

Jöklarnir hafa hopað hraðar undanfarin 10 ár en þeir gerðu á 3. og 4. áratug 20. aldar þegar hlýnaði mikið. Oddur sagði það yfirleitt gilda að því lengri og stærri sem jökull væri því lengra hopaði hann eða gengi fram á hverju ári. Skeiðarárjökull, Breiðamerkurjökull og Brúarjökull tækju yfirleitt stærstu stökkin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert