Dúkurinn í geymslu á vegum leikhússins

Rafn Gestsson, húsvörður Þjóðleikhússins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þéttidúkur, sem Árni Johnsen alþingismaður keypti í Garðheimum í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins í byrjun þessa mánaðar, væri í geymslu á vegum leikhússins. Yrði hann væntanlega notaður til viðgerða á vegum leikhússins.

Segir framkvæmdir hafa tafist

Gísli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Garðheima, tjáði Morgunblaðinu í gær að dúkurinn hefði kostað 173 þúsund kr. Árni hefði sjálfur sótt dúkinn og kvaðst Gísli ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að hann hefði farið til Þjóðleikhússins. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri segir að rætt hafi verið um að gera við eystri hlið leikhússins. Þessar framkvæmdir séu hins vegar ekki hafnar og kvaðst Stefán ekki vita hvar umræddur dúkur væri niðurkominn.

Árni Johnsen sagði viðgerðina ráðgerða í sumar. Framkvæmdir hefðu tafist, en dúkurinn væri í Þjóðleikhúsinu eða í geymslu úti í bæ. Kvaðst hann telja að húsvörður Þjóðleikhússins gæti bent á hvar dúkinn væri að finna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert