Ekki svefnsamt vegna öryggisflugs yfir borginni

P-3 Orion vél á Keflavíkurflugvelli.
P-3 Orion vél á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Jim Smart

Mikið hefur verið hringt til lögreglunnar í Reykjavík í nótt og kvartað undan hávaða af völdum flugvéla sem sveima yfir borginni. Vélarnar, sem eru kafbátaleitarvélar af gerðinni P-3 Orion, fljúga yfir borgina í öryggisskyni vegna ráðherrafundar Atlantshafsbandalagsins sem hefst í dag. Það eru einkum íbúar í vesturbænum sem segjast ekki hafa svefnfrið vegna flugvélanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert