20 stiga hiti á nokkrum stöðum á landinu

Börn og fullorðnir sleiktu sólskinið í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í …
Börn og fullorðnir sleiktu sólskinið í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í dag. mbl.is/Þorkell

Veðrið hefur leikið við landsmenn á Suður- og Vesturlandi í dag. Hitinn fór hæst í 20 stig í Hjarðarlandi í Biskupstungum, á Þingvöllum og Húsafelli klukkan 15 í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Einnig er gott veður á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Þá var 15 stiga hiti á Akureyri klukkan 15 í dag og gott veður víða í Eyjafirði. Hins vegar eru enn þokubakkar á norðvesturhorni landsins og lítilsháttar úrkoma á Austfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert