Offitusjúklingar gagnrýna bandarísk flugfélög

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines sætir nú mikilli gagnrýni fyrir þá stefnu sína að láta feitt fólk greiða fyrir tvö flugsæti taki það meira pláss en góðu hófi gegnir. Talsmenn flugfélagsins segja markmiðið hins vegar einungis það að tryggja að sessunautar íturvaxinna farþega geti notið flugsins.

"Við stundum sölu á flugsætum og ef þú þarft á meira en einu sæti að halda verðurðu að borga fyrir það," sagði Beth Harbin, talsmaður Southwest.

Fulltrúar Samtaka offitusjúklinga í Bandaríkjunum eru hins vegar yfir sig hneykslaðir. "Þessar reglur mismuna fólki og þær bera vott um illgirni," sagði Morgan Downey, framkvæmdastjóri samtakanna. "Með þessu er verið að níðast á fólki - sem hvort eð er má þola fordóma - í stað þess að sinna þörfum þess með breytingum á farþegarýminu."

Sagði Downey að flugfélög ættu að hafa stærri sæti í vélum sínum enda bendi allt til þess að Bandaríkjamenn séu sífellt að verða "umfangsmeiri". Er áætlað að einn af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum þjáist af offitu.

Reglurnar eru að vísu afar mismunandi eftir flugfélögum en flest eru þó á bandi Southwest. Sagði Downey að samtök sín væru að hugleiða að fara fyrir dómstóla eða biðja Bandaríkjaþing um að banna þá reglu, að feitir séu neyddir til að borga fyrir tvö flugsæti.

Tilkynnti George W. Bush Bandaríkjaforseti einmitt í gær að hann teldi reglulega hreyfingu og heilbrigt mataræði til marks um föðurlandsást fólks. Lýsti hann yfir stríði á hendur offituvandamálinu, sem rannsóknir sýna að færist í aukana.

"Ef þú vilt stuðla að bættu samfélagi þá geturðu gert það með því að hugsa vel um eigin líkama," sagði Bush og bætti við: "Gögnin tala sínu máli; aukin hreysti almennings tryggir öflugri Bandaríki."

Bush, sem æfir reglulega, hvatti landa sína m.a. til að eyða hálftíma á dag í líkamsæfingar, borða betra fæði og hætta að reykja, auk þess sem hann sagði að vel færi á því að menn neyttu áfengis aðeins í hófi.

Dallas, Washington. AP, AFP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson