Flóð gæti hindrað flug til Egilsstaða

Egilsstaðaflugvöllur er nánast umflotinn vatni.
Egilsstaðaflugvöllur er nánast umflotinn vatni. mbl.is/Ólafía Herborg

Mikið vatn hefur flætt inn á öryggissvæði umhverfis flugvöllinn á Egilsstöðum í vatnavöxtum sem þar eru. Aðflugsbúnaðar við syðri enda brautarinnar hefur dottið út. Þá er vatn komið upp undir Lagarfljótsbrú.

Benedikt Vilhjálmsson, vaktmaður í flugturninum á Egilsstöðum, segir að vatnið hafi hækkað umhverfis völlinn um 20 sentimetra frá því klukkan níu í morgun. Ef það hækkar um 30 sentimetra til viðbótar fer það yfir flugvöllinn.

Ekki hefur verið flogið til Egilsstaða frá því í um miðjan dag í gær, en í morgun hefur ekki verið flogið vegna ókyrrðar í lofti. Enn er töluverð úrkoma á Egilsstöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert