100 metra breið aurskriða féll í Fagradal

100 metra breið aurskriða féll í Fagradal og lokað veginum á kafla. Vegagerðin vinnur nú við að hreinsa veginn. Þjóðvegur 1 er enn í sundur við ána Kolgrímu í Suðursveit og þar er ófært. Talsvert meiri vatnsflaumur er þar í dag en í gær, að sögn Vegagerðarinnar. Það er því óvíst hvenær hægt verður að gera við veginn.

Vegurinn um Hvalnes- og Þvottárskriður var opnaður í morgun en honum var lokað í nótt vegna hættu á skriðuföllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert