Hlerunin sett á símreikninginn

Þýskir lögreglumenn voru nokkuð rjóðir í vöngum þegar þeir viðurkenndu að grunaðir sakamenn hefðu komist að því að símar þeirra voru hleraðir vegna þess að það kom fram á símreikningunum.

Tæknibilun varð þess valdandi að á símreikningum nokkurra meintra sakamanna var skráð gjald fyrir tengingu við óþekkt talhólf. Þegar þeir hringdu í númer talhólfsins var þeim sagt að þeir hefðu ekki aðgang að talhólfinu. Ástæðan var sú að lögreglan notaði talhólfið til að hlera símtöl mannanna.

„Bilunin varð þegar við settum upp nýjan hugbúnað," sagði talsmaður farsímafélagsins O2.

Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur haft á rannsókn lögreglu á málum mannanna en talsmaður lögreglu sagði að nokkrir tugir manna hefðu átt þarna í hlut.

Lögregla í Þýskalandi beitir símhlerunum mjög sjaldan og þá aðeins ef verið er að rannsaka alvarlega glæpi á borð við morð, peningaþvætti, mannrán og landráð. Þó hafa hleranir aukist eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson