Flutningaskip strandar við Sandgerði


Innlent | Morgunblaðið | 24.4 | 5:30

Altjónsstimpill á Wilson Muuga

Wilson Muuga dreginn af strandstað með dráttarbátum.

Það kemur ekki á óvart að flutningaskipið Wilson Muuga sem selt verður til Líbanons fyrir nokkru betra verð en brotajárnsverð, sé nú stimplað sem altjónað skip eða Total loss af hálfu tryggingafélags þess. Tryggingabæturnar eru greiddar í samræmi við þessa flokkun en heildarupphæðin mun vera um 170–180 milljónir. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 23.4 | 5:30

Wilson Muuga selt og fer til viðgerðar í Líbanon

Wilson Muuga dregið af strandstað við Hvalsnes.

„Ég er ekki kominn með nafnið á fyrirtækinu, það er ekki búið að ganga frá undirskrift, en eftir viðræður helgarinnar erum við komnir að niðurstöðu. Þetta er heiðursmannasamkomula og ef báðir standa við sitt er þetta frágengið," segir Guðmundur Ásgeirsson stjórnarformaður Nesskipa, en síðdegis í gær varð ljóst að flutningaskipið Wilson Muuga, sem bjargað var í síðustu viku af strandstað við Hvalsnes, yrði selt til Líbanons. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 20.4 | 5:30

Áhugi á Wilson Muuga

Wilson Muuga dregið af strandstað á þriðjudag.

Fjórir hafa sýnt áhuga á að eignast flutningaskipið Wilson Muuga sem bjargað var af strandstað við Hvalsnes á dögunum. Hugsanlega mun fulltrúi mögulegs kaupanda skoða skipið þegar í dag, að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Nesskipa. Meira

Innlent | mbl | 17.4 | 23:10

Wilson Muuga í höfn

Wilson Muuga í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld.

Dráttarbáturinn Magni kom með flutningaskipið Wilson Muuga til Hafnarfjarðar laust eftir klukkan 23 í kvöld. Flutningaskipið var dregið af strandstað við Hvalsnes um klukkan 17:30 í dag en það strandaði í desember á síðasta ári. Siglingin fyrir Garðsskaga gekk vel og er Wilson Muuga nú í suðurhöfninni í Hafnarfirði skammt frá stóru flotkvínni sem þar er. Meira

Innlent | mbl | 17.4 | 18:01

„Sérlega vel að þessu staðið“

Wilson Muuga var dregið á flot síðdegis og gengu aðgerðirnar vel.

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra kom á vettvang við Hvalsnes núna rétt fyrir kl. 18 til þess að fylgjast með lokum á björgun Wilson Muuga, en þá var skipið komið vel út á sjó. Hún sagði að björgunin væri til marks um fumlaus vinnbrögð og góðan undirbúning. „Þetta er fagnaðarefni fyrir okkur öll og það var sérlega vel að þessu staðið,“ sagði ráðherra. Meira

Innlent | mbl | 17.4 | 17:23

Byrjað að draga Wilson Muuga af strandstað

Byrjað er að draga Wilson Muuga af strandstaðnum.

Byrjað var að draga flutningaskipið Wilson Muuga af strandstað nú síðdegis á háflóði og er skipið nú þegar komið talsvert frá staðnum þar sem það strandaði við Hvalsnes. Dráttarbáturinn Magni dregur skipið og að auki taka tveir bátar þátt í björgunartilraununum, og freista þess að stýra flutningaskipinu út rennu, sem liggur beint fyrir aftan það. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 17.4 | 5:30

Wilson Muuga tilbúið fyrir brottför af strandstað

Wilson Muuga á strandstað og þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi yfir.

Eftir fjögurra mánaða legu á strandstað við Hvalsnes er loksins komið að stóru stundinni. Reynt verður að draga flutningaskipið Wilson Muuga á flot í kvöld eða annað kvöld. Fimmtudagurinn kemur líka til greina ef veðrið er ómögulegt hina dagana. Ef ekki tekst að draga skipið út að þessu sinni verður beðið fram í maí eftir næsta stórstraumsflóði og víst er að tíminn vinnur ekki með skipinu sem sætir miklu sjávarálagi í fjörunni. Meira

Innlent | mbl | 16.4 | 0:25

Björgunarbátum Wilson Muuga siglt í land

Björgunarbátur látinn síga úr Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes.

Báðir björgunarbátar flutningaskipsins Wilson Muuga voru settir í sjóinn á flóðinu í dag og var bátunum, sem eru vélknúnir, siglt fyrir eigin vélarafli til Sandgerðis. Björgunarsveitarmenn frá Sigurvon fylgdu bátunum til hafnar á björgunarbátnum Sigga Guðjóns. Ferðin gekk vel þrátt fyrir að smá alda væri á leiðinni. Meira

Innlent | mbl | 28.3 | 12:36

Wilson Muuga dregið af strandstað 16.-18. maí

 Wilson Muuga á strandstað

Áfallinn kostnaður vegna aðgerða við að koma í veg fyrir tjón vegna brennslu olíu Wilson Muuga nemur 69 milljónum króna. Samkomulag hefur náðst á milli íslenska ríkisins og eigenda skipsins um flutning skipsins af strandstað og er gert ráð fyrir að það verði dregið út á stórstraumsflóði 16.-18. maí. Þetta kom fram á fundi Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra með blaðamönnum nú í hádeginu. Meira

Innlent | mbl | 28.3 | 10:40

Samkomulag um að fjarlægja Wilson Muuga

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað

Tekist hefur samkomulag milli íslenska ríkisins og eigenda Wilson Muuga um hvernig staðið verður að fjarlægingu skipsins af strandstað. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra mun kynna fjölmiðlum samkomulagið við Hvalsnes klukkan 12:00 í dag.

Innlent | Morgunblaðið | 21.2 | 5:30

Skoða þarf betur mengað svæði í nágrenni Sandgerðis og Garðs

 Olíublautur þari út um allt í kringum strandsstað Wilson Muuga.

Starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness flugu ásamt fulltrúum Umhverfisstofnunar yfir svæði í nágrenni Sandgerðis og Garðs í gær án þess þó að sjá neina olíumengun. Hins vegar fannst dauð og olíublaut æðarkolla við Hvalsnes þar sem flutningaskipið Wilson Muuga hefur legið á strandstað í rúma tvo mánuði. Er fuglinn hinn fyrsti sem finnst dauður úr olíumengun. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 20.2 | 5:30

Ekki bráð hætta vegna mengunar

Olíublautir fuglar hafa fundist á Garðsskagasvæðinu.

Umhverfisstofnun telur ekki að fuglastofnum stafi bráð hætta af olíumengun sem orðið hefur vart við í fiðri fugla á Suðurnesjum. Forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness segir alltaf alvarlegt þegar fuglar lendi í olíu en tekur undir það að afleiðingarnar séu ekki alvarlegar, það er að segja ef ekki verður vart við fleiri olíublauta fugla. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 1.2 | 5:30

Engin niðurstaða um Wilson Muuga

 Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes.

Engin niðurstaða fékkst á fundi fulltrúa útgerðar Wilsons Muuga og Umhverfisstofnunar í gær, að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, stjórnarformanns Nesskipa. Á fundinum var farið yfir málið og lögðu fulltrúar Nesskipa þar fram drög að mögulegum aðgerðum. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 26.1 | 5:30

Skoða lögfræðilega stöðu Wilsons Muuga

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað

Lögfræðingar samgönguráðuneytisins og Siglingastofnunar eru að fara yfir lögfræðileg álitamál í sambandi við hreinsun vegna strands Wilsons Muuga við Hvalsnes. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 25.1 | 5:30

Borga ekki meira en 74 milljónir kr. fyrir björgun skips

Flutningaskipið Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes.

Eigendur flutningaskipsins Wilsons Muuga telja sér ekki skylt að greiða meira en 74 milljónir króna vegna hreinsunar á strandstað við Hvalsnes þar sem flakið af Muuga liggur, og telja sig í fullum rétti til þess að takmarka sig við þessa fjárhæð, samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Að sögn Guðmundar Ásgeirssonar stjórnarformanns Nesskips hefði átt að innleiða nýjar takmörkunarfjárhæðir fyrir áratug upp í rúmlega 200 milljónir króna en svo virðist sem Íslendingar hafi fyrir einhvern misskilning sofið á verðinum hvað það snerti. Meira

Innlent | mbl | 24.1 | 12:25

Aðeins einn olíublautur fugl á Rosmhvalanesi

Olíumengun frá Wilson Muuga virðist ekki hafa haft áhrif á...

Nokkuð af olíu fór í sjóinn þegar flutningaskipið Wilson Muuga strandaði við Hvalsnes skömmu fyrir jól. Olían virtist hins vegar hafa brotnað fljótt niður og menn urðu ekki varir við olíublauta fugla í kjölfarið. Í fuglatalningu Náttúrufræðistofnunar, sem m.a. fór fram á þessu svæði, sást aðeins einn olíublautur æðarfugl í Ósum við Hafnir en slíkir fuglar sjást yfirleitt í hverri talningu, án þess að stórslys hafi orðið. Meira

Innlent | mbl | 11.1 | 10:02

Danski varnarmálaráðherrann heiðrar starfsmenn Landhelgisgæslunnar

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar heiðraðir. Søren Gade og...

Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, veitti við athöfn sem fram fór í höfuðstöðvum Landhelgisgæslu Íslands klukkan 10 í dag starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem unnu að björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton þann 19. desember sl., heiðursviðurkenningu. Meira

Innlent | mbl | 5.1 | 8:30

Hreinsun olíu úr lest Wilson Muuga lokið

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað

Í gær var lokið við að hreinsa olíu úr lest Wilson Muuga og búnaður og mannskapur hefur verið fluttur í land. Í allt náðust um 40 tonn í þessum áfanga en það er mun meira en búist var við. Umhverfisstofnun telur að hættan á bráðamengun hafs og stranda sé ekki mikil og því bíður það eiganda skipsins að fjarlægja flakið af strandstað. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 3.1 | 5:30

Nauðsynlegt að draga Wilson Muuga ofar í fjöruna

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað

Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir að eigi að vera hægt að rífa flutningaskipið Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól verði að draga skipið ofar í fjöruna. Hann segir nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst því að hætt sé við að skipið brotni í öldurótinu og þá verði erfiðara að draga það. Meira

Innlent | mbl | 30.12 | 11:00

Móttaka fyrir þá sem tæmdu olíuna úr Wilson Muuga

 Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra ræðir við þá Davíð...

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, hefur boðið öllum þeim sem komu að aðgerðum á staðnum þar sem flutningaskipið Wilson Muuga strandaði, til móttöku í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík í dag. Meira

Innlent | mbl | 28.12 | 17:25

10-15 tonn af olíublönduðum sjó eftir í lestarrými Wilson Muuga

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað.

Lokið var nú síðdegis við að dæla olíu úr tönkum flutningaskipsins Wilson Muuga þar sem það strandaði við Hvalsnes, alls 95 tonnum. Eftir í skipinu er olíublandaður sjór í lestarrými, sem hefur pumpast þangað úr rifnum botntönkum. Áætlað magn þeirrar olíu sem þar er eftir er 10-15 tonn. Segir Umhverfisstofnun, að hreinsun olíunnar úr lestarrýminu kalli á annars konar aðgerðir og getitekið nokkra daga en ekki sé lengur bráð hætta af þeirri olíu sem eftir er í skipinu á meðan það stendur af sér veður og sjógang. Meira

Innlent | mbl | 28.12 | 15:40

Næstu skref varðandi Wilson Muuga liggja ekki fyrir

Wilson Muuga á strandstað.

Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nesskipa hf. segir ekki liggja fyrir hver næstu skref verða varðandi flutningaskipið Wilson Muuga, sem situr á strandstað skammt suður af Sandgerði, en verið er að ljúka olíudælingu úr síðutönkum skipsins. Meira

Innlent | mbl | 28.12 | 15:34

Bráðamengunarhætta á strandstaðnum liðin hjá

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað

Dælingu olíu úr síðutönkum flutningaskipsins Wilson Muuga, sem situr á strandstað skammt suður af Sandgerði, er nú við það að ljúka samkvæmt upplýsingum Gottskálks Friðgeirssonar, fulltrúa Umhverfisstofnunar á strandstað. „Það er búið að dæla í allan dag og hefur það gengið mjög vel þannig að nú eru bara dreggjarnar eftir,” sagði hann er blaðamaður mbl.is náði tali af honum fyrir stundu. „Þetta er sem sagt alveg að klárast og þegar það verður komið verður bráðamengunarhætta liðin hjá.” Meira

Innlent | Morgunblaðið | 28.12 | 5:30

Tugir tonna af olíu í sjóinn

Olíu dælt úr Wilson Muuga á strandstað í gær.

Ljóst er að umtalsvert magn af bæði svart- og dísilolíu fór í sjóinn við strand flutningaskipsins Wilson Muuga. Dæling á olíu úr skipinu hófst í fyrrinótt og stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Þá hafði alls rúmum 60 tonnum af olíu verið dælt úr skipinu. Um borð í Muuga voru alls 120 tonn af svartolíu og 17 tonn af dísilolíu. Meira

Innlent | mbl | 26.12 | 18:59

Bæjarráð Sandgerðis óttast umhverfisslys

Innlent | mbl | 26.12 | 17:00

Dæla á úr Wilson Muuga í dag

Innlent | Morgunblaðið | 23.12 | 5:30

Áttaviti sýndi rétta stefnu þegar Wilson Muuga strandaði

Innlent | mbl | 22.12 | 11:53

Minningarathöfn um Jan Nordskov Larsen

Innlent | mbl | 21.12 | 6:43

Allt með kyrrum kjörum í Hvalsnesi

Innlent | mbl | 20.12 | 18:12

Viðkvæm fuglasvæði á Reykjanesi í hættu

Innlent | mbl | 20.12 | 14:48

Vottaði dönsku þjóðinni samúð

Innlent | mbl | 20.12 | 14:23

Lítið hægt að gera á strandstaðnum í dagMyndskeið

Innlent | Morgunblaðið | 20.12 | 5:30

Fundum mennina nokkuð fljótt

Innlent | Morgunblaðið | 20.12 | 5:30

Flotgalli danska sjómannsins fylltist af sjó

Innlent | Morgunblaðið | 20.12 | 5:30

Svartsýnir á björgun skipsins

Innlent | mbl | 19.12 | 15:53

Björgunarvesti hins látna sagt hafa rifnaðMyndskeið

Innlent | mbl | 19.12 | 14:50

Allir skipbrotsmennirnir komnir í land

Innlent | mbl | 19.12 | 13:45

Þyrlan lent með fyrstu skipbrotsmennina

Innlent | mbl | 19.12 | 11:00

TF-LÍF farin að sækja skipverjana

Innlent | mbl | 19.12 | 5:56

Flutningaskip strandað fyrir utan Sandgerði