Bein útsending frá flokksþingi Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, …
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, munu meðal annars flytja yfirlitsræður sínar á flokksþingi Framsóknar í dag. samsett mynd/mbl.is

Flokksþing Framsóknarflokksins hófst fyrr í dag, en á morgun mun fara fram kosning um formann flokksins þar sem þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, munu takast á um formannssætið.

Klukkan 11 í dag mun Sigmundur halda yfirlitsræðu formanns og í framhaldinu verða yfirlitsræður ráðherra flokksins. Sýnt verður beint frá ræðunum í meðfylgjandi streymi.

Kl. 11.00 Yfirlitsræða formanns
Kl. 12.00 Yfirlitsræður ráðherra:

  • Kl. 12.00 Forsætisráherra
  • Kl. 12.15 Utanríkisráðherra
  • Kl. 12.25 Umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Kl. 12.35 Félags- og húsnæðismálaráðherra
  • Kl. 12.45 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

 Dagskrána má í heild sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert