Hefur ekki áhyggur af því að detta út

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að við eigum mikið inni og við eigum eftir að sjá miklar breytingar og sveiflur síðustu vikuna fyrir kosningar,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við mbl.is. 

Framsóknarflokkurinn mælist með 9,1% fylgi í skoðana­könn­un sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið á fylgi flokk­anna fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar, sem fara fram 29. októ­ber.

Frétt mbl.is: Áfram sveiflast fylgið

Við erum að fá jákvæðar móttökur þar sem við komum og ég tel að við eigum mikið fylgi inni sem mun skila sér á kjördag. Eina skoðanakönnunin sem skiptir máli er sú sem er á kjördag,“ bætir Karl við.

Hann telur að kannanir fyrir kosningar gefi ekki alltaf rétta mynd af þeim fjölda stuðningsmanna sem flokkurinn á. „Ég held að dæmin sýni að Framsóknarflokkurinn á alltaf inni í kosningum. Margir dyggir stuðningsmenn flokksins eru ekki að taka þátt í netkönnunum eða þegar hringt er í þá og ég er viss um að þetta fylgi og meira til mun skila sér á kjördag.

Miðað við áðurnefnda könnun missir Karl sæti sitt á þingi. Hann hefur þrátt fyrir það ekki teljandi áhyggjur af stöðunni. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því og stefni á að vera áfram á þingi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert