Um 10.300 hafa greitt atkvæði

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

5.876 höfðu í gærkvöldi greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Er það svipaður fjöldi og hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu síðasta sunnudag fyrir kosningarnar sem fram fóru 27. apríl 2013.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn hafði 801 greitt atkvæði í Perlunni í gærkvöldi og eru það nokkru færri atkvæði en voru greidd síðasta sunnudag fyrir kosningarnar 2013, þegar 962 greiddu atkvæði hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Á landinu öllu höfðu í gærkvöldi um 10.300 atkvæði verið greidd utan kjörfundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert