Píratar funda áfram

Forseti Íslands fól Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn …
Forseti Íslands fól Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð á föstudaginn var. mbl.is/Eggert

Þingflokkur Pírata fundar nú í Alþinghúsinu en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. Formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar segjast ekki hafa fengið boð um formlegar viðræður.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag og sagðist þá stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka ríkisstjórn.

Frétt mbl.is: „Mun byggja á góðum grunni“

Í samtali við mbl.is segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi rætt lítillega saman um helgina. „Við erum auðvitað fá og auðvelt fyrir okkur að ná saman. Við erum bara viðbúin að byrja að tala við aðra ef kallið kemur.“ Spurður um hvort formlegt boð hafi borist segir hann. „Það er ekki búið að ákveða neitt, alla vega ekki sem hefur borist til mín.“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga fundi hafa verið á dagskrá þingflokksins um helgina. „Það er ekkert að frétta, ekki hjá okkur,“ sagði Benedikt í samtali við mbl.is

Ekki náðist í Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, og Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, en Katrín sagði fyrir helgi að þingflokkur Vinstri grænna myndi „taka sér hlé yfir helgina frá öllum viðræðum.“

Frétt mbl.is: Vill að gert verði hlé á stjórnarmyndun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert