Akureyringar vilja í efstu sætin

Jóhannes G. Bjarnason.
Jóhannes G. Bjarnason. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að  bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 

„Vænlegt er til árangurs ef í 1.-2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í NA-kjördæminu er frambjóðandi frá Akureyri.

Slíkt er flokknum raunar mikilvægt, enda er Akureyri stærsta byggðin í kjördæminu. Þetta segir Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi, í Morgunblaðinu í dag.

Hann útilokar ekki að gefa kost á sér á framboðslista Framsóknarflokksins sem valið verður á með uppstillingu. Jóhannes Gunnar var mjög gagnrýninn á störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert