Framsókn meira samstiga á eftir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það er bara rosalega góður hugur í fólki. Fólk bara þjappar sér saman þegar á móti blæs. Það er bara þannig eins og í íþróttum og öðru. Það eru bara eðlileg viðbrögð. Síðan líður bara öllum vel þegar útlit er fyrir að allir verði samstiga í framhaldinu.“

Þetta segir Jón Ingi Gíslason, formaður Kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is inntur eftir viðbrögðum við stöðu mála innan Framsóknarflokksins en nokkrir trúnaðarmenn flokksins hafa tilkynnt úrsögn sína úr honum í kjölfar ákvörðunar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi flokksformanns, að yfirgefa flokkinn og stofna nýja stjórnmálahreyfingu.

„Hér í Reykjavík hefur annars veruið ofboðslega mikil samstaða og ágreiningslaust starfið,“ segir Jón Ingi. Spurður hvernig það komi saman við úrsögn formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur og formanns ungra framsóknarmanna í höfuðborginni segir Jón Ingi að þeir séu mjög tengdir Sigmundi og sá fyrrnefndi hafi brosað út að eyrum á kjördæmaþingi á laugardaginn. Það væri hans að ákveða hvort hann fylgdi vini sínum, Sigmundi.

„Það er enginn ágreiningur á milli manna í Reykjavík. Hann er bara ekki til. Eins og ég segi þá vorum við með kjördæmaþing á síðasta laugardag og á því kjördæmaþingi var meiri samstaða og samheldni en bara í áratugi. En þetta er ekki neitt til þess að hafa áhyggjur af. Fólk stendur bara þéttar saman,“ segir Jón Ingi.

Spurður hvort hann telji að nýr stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs gæti skaðað Framsóknarflokkinn segist hann telja að fylgi hans komi annars staðar frá en frá honum. „En við síðustu kosningar, að mínu mati, þá héldu þónokkuð margir að sér höndum að kjósa flokkinn út af innbyrðis deilum. Ég vona að sá hópur bætist við á móti núna þannig að þetta jafnist kannski út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert