Flokkarnir nota samfélagsmiðlana í auknum mæli

Freyja segir að stjórnmálaflokkar noti samfélagsmiðla í auknum mæli í …
Freyja segir að stjórnmálaflokkar noti samfélagsmiðla í auknum mæli í kosningabaráttu sinni. Flokkarnir kunni þó misvel að nýta sér miðlana. AFP

Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi.

Freyja hefur unnið við stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf fyrir félagasamtök, stéttarfélög og stjórnmálaflokka í Evrópu og í Bandaríkjunum.

„Kosningabaráttan er að flytjast mikið yfir í samfélagsmiðlana, sérstaklega núna, þar sem svo stuttur tími er til stefnu fyrir flokkana. Það er mjög erfitt að þróa góðar auglýsingar fyrir sjónvarp og blöð þegar tíminn er svona skammur. En auðvitað fer þetta líka eftir peningum, því það er mun ódýrara að auglýsa á samfélagsmiðlum og margir flokkar hafa ekki úr digrum sjóðum að spila vegna kosninganna fyrir ári,“ segir Freyja í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert