Mikið fylgistap Flokks fólksins

Frá haustþingi Flokks fólksins. Magnús Þór Hafsteinsson leiðir lista Flokks …
Frá haustþingi Flokks fólksins. Magnús Þór Hafsteinsson leiðir lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Þetta kemur fram í frétt Vísis og Fréttablaðsins í dag.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er VG stærstur, eins og í könnunum Fréttablaðsins undanfarið, með 27 prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er með rúm 22 prósent. Það er sama fylgi og hann hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins síðustu tvær vikurnar.

Miðflokkurinn mælist með tæplega 11 prósenta fylgi, Samfylkingin með rúmlega 10 prósent og Píratar mælast með slétt 10. Þá mælist Viðreisn með 5 prósenta fylgi, Flokkur fólksins með tæp 4 prósent og Björt framtíð með rúmlega 2 prósent.

Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndu VG fá 19 þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 15 og Miðflokkurinn, Samfylkingin og Píratar myndu fá sjö menn kjörna hver flokkur. Þá myndi Framsóknarflokkurinn fá fimm menn kjörna og Viðreisn þrjá.

Hér er hægt að lesa frétt Vísis í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert