Senda meðmælendalistann til lögreglu

Listum Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður og -Suður og í …
Listum Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður og -Suður og í Suðvesturkjördæmi var vísað til lögreglu í gær og það sama verður gert við lista flokksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis.

Meðmælendalistum allra fjögurra framboðslista Íslensku þjóðfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar eru því komnir til lögreglunnar.

Flokkurinn hafði ætlað að bjóða fram í fjórum kjördæmum, en dró framboðslista sína til baka á föstudag eftir að í ljós kom í stikkprufum að margir sem voru á meðmælendalistum könnuðust ekki við að hafa mælt með framboðinu.

Listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður og -Suður og í Suðvesturkjördæmi var vísað til lögreglu í gær. Ólöf segir ekki enn búið að koma meðmælendalistanum til lögreglu en að það verði gert á næstu dögum.

Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að fólk geti kannað í póst­hólfi sínu á mín­um síðum á Ísland.is hvort að nafn þess hafi verið skráð á meðmæl­endal­ista ein­hvers fram­boðanna sem hugðust bjóða fram til Alþing­is þann 28. októ­ber 2017.

Alls voru 25.669 kenni­töl­ur skráðar inn í ra­f­rænt meðmæl­enda­kerfi á Ísland.is en þar af voru 1536 skrán­ing­ar ógild­ar eða 5,98% vegna þess að viðkom­andi var skráður á fleiri en einn meðmæl­endal­ista.

Ef fólk tel­ur að rang­lega farið með und­ir­skrift sína er það vin­sam­leg­ast beðið um að  sam­band við yfir­kjör­stjórn í sínu kjör­dæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert