Líf verður oddviti Vinstri grænna

Líf Magneudóttir.
Líf Magneudóttir. mbl.is

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum.

Hún ætlar að leggja höfuðáherslu á að stórbæta kjör fjölmennra kvennastétta hjá borginni, halda áfram að lækka útgjöld barnafjölskyldna og bæta lífsgæði í borginni með því að minnka álag á fólk og umhverfi.

Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík samþykkti í kvöld framboðslista hreyfingarinnar til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum, að því er kemur fram í tilkynningu.

„Við ætlum að halda áfram að auka lífsgæði borgarabúa og minnka álag á fólk og umhverfi með því m.a. að lækka álögur á barnafjölskyldur en við ætlum líka að stórbæta kjör og starfsaðstæður fjölmennra kvennastétta,“ segir Líf í tilkynningunni. 

„Stórefldar og tíðari almenningssamgöngur eiga eftir að minnka álag á fólk og umhverfi og með þeim getum við bætt loftgæði, stytt ferðatíma borgarbúa og sparað fjölskyldum miklar fjárhæðir sem ella færu í rekstur einkabíla.“

Framboðslisti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur 2018:

  1. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
  2. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi
  3. Þorsteinn V Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð
  4. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leiklistarkennari og flugfreyja
  5. René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
  6. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki
  7. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar
  8. Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari
  9. Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðinemi
  10. Sigrún Jóhannsdóttir, líffræðingur
  11. Torfi Hjartarson, lektor
  12. Ewelina Osmialowska, grunnskólakennari
  13. Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur
  14. Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðinemi og flugfreyja
  15. Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður
  16. Anna Friðriksdóttir, lyfjafræðingur
  17. Baldvin Már Baldvinsson, starfsmaður á leikskóla
  18. Ólína Lind Sigurðardóttir, stjórnmála- og kynjafræðinemi
  19. Daði Arnar Heiðrúnarson Sigmarsson, stuðningsfulltrúi
  20. Þórhildur Heimisdóttir, landfræðinemi
  21. Bryngeir Arnar Bryngeirsson, gönguleiðsögumaður og tómstundafræðingur
  22. Áslaug Thorlacius, skólastjóri
  23. Stefán Pálsson, sagnfræðingur
  24. Sigríður Pétursdóttir, kennari
  25. Styrmir Reynisson, forstöðumaður í Selinu
  26. Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri
  27. Guy Conan Stewart, kennari
  28. Edda Björnsdóttir, kennari
  29. Jakob S Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri
  30. Bergljót María Sigurðardóttir, sálfræðinemi
  31. Toshiki Toma, prestur
  32. Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur
  33. Þröstur Brynjarsson, kennari
  34. Thelma Rut Óskarsdóttir, menntaskólanemi
  35. Friðrik Dagur Arnarson, framhaldsskólakennari
  36. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur
  37. Guðmundur J Kjartansson, landvörður
  38. Jóhanna Bryndís Helgadóttir, starfs- og námsráðgjafi
  39. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur
  40. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
  41. Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi
  42. Þorgerður H Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur í ReykjavíkurAkademíunni
  43. Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistamaður
  44. Úlfar Þormóðsson , rithöfundur
  45. Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
  46. Gunnsteinn Gunnarsson, barna- og unglingageðlæknir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert