Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

Frambjóðendur á lista Framsóknarflokksins á Ísafirði.
Frambjóðendur á lista Framsóknarflokksins á Ísafirði.

Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. 

Listann skipa 8 konur og 10 karlar en jafnt kynjahlutfall er í efstu 16 sætunum.

Oddviti verður áfram Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar, en hann hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknar undanfarin fjögur ár og varabæjarfulltrúi þar á undan. Í öðru sæti er Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir leiðbeinandi og í þriðja sæti er Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri CCEP. Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri hjá Landsbankanum, er í fjórða sætinu og Anton Helgi Guðjónsson sjávarútvegsfræðingur skipar fimmta sætið.

„Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaða lista,“ er haft eftir Marzellíusi í fréttatilkynningunni. „Nú munum við bretta upp ermar við að móta áherslur fyrir næstu fjögur ár. Ég fer bjartsýnn inn í baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu.“ 

Efstu tíu sæti listans skipa:

1. sæti: Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar. Ísafirði.

2. sæti: Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, leiðbeinandi. Ísafirði.

3. sæti: Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri CCEP á Vestfjörðum. Ísafirði.

4. sæti: Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Ísafirði. Ísafirði.

5. sæti: Anton Helgi Guðjónsson sjávarútvegsfræðingur. Ísafirði.

6. sæti: Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og bóndi. Tröð í Önundarfirði.

7. sæti: Hákon Ernir Hrafnsson, nemi. Ísafirði.

8. sæti: Elísabet Margrét Jónasdóttir, skrifstofu og fjármálastjóri Íslandssögu. Bæ í Súgandafirði.

9. sæti: Gísli Jón Kristjánsson útgerðarmaður. Ísafirði.

10. sæti: Violetta Maria Duda skólaliði. Suðureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert