Framtíðarlistinn í meirihluta í Langanesbyggð

Frá Þórshöfn í Langanesbyggð.
Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Atkvæði hafa verið talin í Langanesbyggð og niðurstöður liggja fyrir. Tveir listar voru í kjöri og hlaut Framtíðarlistinn (L) 58,8 prósent atkvæða og fjóra menn kjörna. U-listinn hlaut 41,2 prósent og þrjá menn kjörna. 357 voru á kjörskrá og kusu 323, eða 90,5 prósent.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn, fimm karlar og tvær konur, náðu kjöri:

Þorsteinn Ægir Egilsson (L)       

Siggeir Stefánsson (U)   

Halldór R. Stefánsson (L)    

Sigríður Friðný Halldórsdóttir (U)     

Árni Bragi Njálsson (L)    

Mirjam Blekkenhorst (L)    

Björn G. Björnsson (U)    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert