Kátt á kjörstöðum (myndir)

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, var hress og …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, var hress og kátur þegar hann greiddi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Kosið er til sveit­ar­stjórna í 71 sveit­ar­fé­lagi í dag og hafa kjósendur fjölmennt á kjörstaði víða um land, margir hverjir í sínu fínasta pússi. Um 248 þúsund manns eru á kjörskrá. 

Kjörsókn er ýmist minni eða meiri samanborið við síðustu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum. Klukkan fimm síðdegis var hún til að mynda meiri í Reykjavík en á sama tíma fyrir fjórum árum en heldur minni á Akureyri og í Reykjanesbæ. 

Ljósmyndarar og fréttaritarar mbl.is voru á ferð um landið í dag og komu við á kjörstöðum og í kosningakaffiboðum hjá framboðunum, svo dæmi séu nefnd.

Kjör­stöðum verður lokað í síðasta lagi klukk­an 22 í kvöld og bú­ast má við fyrstu töl­um úr talningu fljót­lega eft­ir það.

Við komuna á kjörstað er mikilvægt að finna rétta kjördeild.
Við komuna á kjörstað er mikilvægt að finna rétta kjördeild. mbl.is/Árni Sæberg
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, ræðir við kjósendur í Ráðhúsinu …
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, ræðir við kjósendur í Ráðhúsinu í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
Persónukjör er í Fljótsdal og því voru engin framboð með …
Persónukjör er í Fljótsdal og því voru engin framboð með kosningakaffi. Þessi í stað bauð hreppsnefndin upp á kökur á kjörstað. mbl.is/Gunnar Gunnarsson
Kjörsókn fór rólega af stað á Sauðárkróki en aðsókn jókst …
Kjörsókn fór rólega af stað á Sauðárkróki en aðsókn jókst þegar líða tók á daginn. Ljósmynd/Aðsend
Þjóðlegir gestir í kosningakaffi hjá Í-listanum á Ísafirði.
Þjóðlegir gestir í kosningakaffi hjá Í-listanum á Ísafirði. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var léttur á fæti …
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var léttur á fæti í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg
Löggur þurfa líka að kjósa eins og þessar sem greiddu …
Löggur þurfa líka að kjósa eins og þessar sem greiddu atkvæði á vaktinni í Borgarnesi. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson
Í-listinn á Ísafirði hélt veglegt kaffiboð fyrir kjósendur.
Í-listinn á Ísafirði hélt veglegt kaffiboð fyrir kjósendur. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík, kom hjólandi á …
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík, kom hjólandi á kjörstað. mbl.is/Valli
Framsóknarflokkurinn á Ísafirði bauð í kaffi.
Framsóknarflokkurinn á Ísafirði bauð í kaffi. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Fjölmennt var í kosningakaffi hjá Sjálfstæðisflokknum á Ísafirði.
Fjölmennt var í kosningakaffi hjá Sjálfstæðisflokknum á Ísafirði. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Björn Hilmarsson oddviti Sjálfstæðsflokksins i Snæfellsbæ ásamt konu sinni Guðríði …
Björn Hilmarsson oddviti Sjálfstæðsflokksins i Snæfellsbæ ásamt konu sinni Guðríði Þórðardóttir a kjörstað í Ólafsvík í morgun. mbl.is/Alfons Finnsson
Aldrei fleiri flokkar hafa verið í framboði í sveitarstjórnarkosningum í …
Aldrei fleiri flokkar hafa verið í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ frá upphafi. Þeir eru alls átta nú. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert