Meirihlutinn heldur í Kópavogi

mbl.is

Sjálfstæðismenn fengu fimm bæjarfulltrúa kjörna og 36,1% atkvæða í kosningum í Kópavogi í dag. Meirihlutasamstarfið helst í bænum, en með Sjálfstæðisflokknum var Björt framtíð, sem nú fer fram ásamt Viðreisn. Píratar komast í bæjarstjórn á kostnað Vinstri grænna sem detta úr bæjarstjórninni. Þetta sýna lokatölur sem voru birtar nú fyrir stuttu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 5.722 atkvæði, eða 36,1%. Fékk flokkurinn 39,3% í síðustu kosningum. Samfylkingin fékk 2.575 atkvæði, eða 16,3% og tvo fulltrúa. Fyrir fjórum árum fékk flokkurinn 16,1% atkvæða.

Björt framtíð og Viðreisn fengu í dag 2.144 atkvæði, eða 13,5% og tvo fulltrúa. Fyrir fjórum árum fékk Björt framtíð 15,2%. Framsóknarflokkurinn fékk 1.295 atkvæði eða 8,2% og einn fulltrúa en fengu síðast 11,8% atkvæða.

Píratar koma sem fyrr segir nýir inn í bæjarstjórn með 6,8%, eða 1.080 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert