Sjálfstæðisflokkurinn fær 4,3 milljónir

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Valli

Skrifstofa borgarstjórnar hefur undirbúið útgreiðslu fjárframlags Reykjavíkurborgar til þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í borgarstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 4,3 milljónir króna.

Fjárhæðin var ákvörðuð í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 í samræmi við hlutfall atkvæðamagns þeirra stjórnmálasamtaka sem eiga rétt á framlagi.

Samfylkingin fær næsthæstu greiðsluna, eða rúmar 3,6 milljónir króna, og næst á eftir kemur Viðreisn með um 1,1 milljón króna.

Píratar fá örlítið lægri upphæð en Viðreisn og Sósíalistaflokkur Íslands fær rúmar 900 þúsund krónur.

Lægstu greiðsluna fær Flokkur fólksins, enda fékk hann fæst atkvæði í kosningunum, eða rúmar 600 þúsund krónur.

Samtals nemur upphæðin sem skrifstofa borgarstjórnar greiðir út 13.276.000 krónum.

Flokkarnir sem fá greiðslur: 

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 4.351.945,52 kr.
  • Samfylkingin: 3.659.797,67 kr.
  • Viðreisn: 1.154.059,40 kr.
  • Píratar : 1.092.663,05 kr.
  • Sósíalistaflokkur Íslands: 901.279,14 kr.
  • Miðflokkurinn: 866.983,52 kr.
  • VG: 647.539,56 kr.
  • Flokkur fólksins: 601.732,13 kr
  • Samtals: 13.276.000,00 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert