Karen vill leiða D-listann í Kópavogi

Karen Elísabet Halldórsdóttir
Karen Elísabet Halldórsdóttir

Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi sækist eftir 1. sæti sjálfstæðismanna í Kópavogi í prófkjöri sem fer fram 12. mars nk.

Karen Elísabet hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs undanfarin átta ár. Hún er varaformaður bæjarráðs, formaður velferðarráðs, lista- og menningarráðs og öldungaráðs. Einnig hefur hún setið í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitafélaga í tæp átta ár og fjögur ár í stjórn Strætó. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem skrifstofustjóri samhliða störfum bæjarfulltrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert