Frjálslyndir ná ekki manni inn í Norðvesturkjördæmi samkvæmt könnun

Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki manni inn á þing í Norðvesturkjördæmi ef marka má skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið en flokkurinn fékk tvo menn í kjördæminu í síðustu kosningum, þar af var annar jöfnunarþingmaður. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, er í 1. sæti á lista flokksins.

Sjálfstæðisflokkur er með 33,2% fylgi samkvæmt könnuninni, og fær 3 þingmenn, Samfylking er með 20,5% og fær 2 menn, Vinstri grænir eru með 18,4% og tvo menn, Framsóknarflokkur er með 18,3% og 1 mann, Frjálslyndi flokkurinn er með 8%, og Íslandshreyfingin 1,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina