Sjálfstæðisflokkur: Mikilvægast að Ísland verði áfram land tækifæranna

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn leggja höfuðáherslu á að Ísland verði áfram land tækifæranna. Flokkurinn hafi skilað það samhengi sem sé á milli verðmætasköpunar í atvinnulífinu og öflugs velferðarkerfis og vilji halda áfram að lækka skatta og efla atvinnulífið. Þá muni hann leggja sérstaka áherslu á málefni aldraðra og öryrkja á næstu mánuðum og árum.

Geir gerir betur grein fyrir áherslum sínum í myndskeiði mbl.is.

Vefur Sjálfstæðisflokksins

mbl.is

Bloggað um fréttina